miðvikudagur, 27. maí 2009

Peysan Rúna

Peysan Rúna hefur hangið í Nálinni undanfarnar vikur og sogað að sér prjónara sem langar að prjóna hana. Í dag hef ég þær gleðifréttir að færa að uppskriftin er tilbúin og fæst nú í Nálinni. Stærðirnar eru þrjár 3-12 mán, 2-3 ára og 4-7 ára hérumbil. Fullorðinsstærð er í vinnslu - uppskriftin verða fáanleg innan skamms. Prjón og gleði!

5 ummæli:

prjónakonan sagði...

mikið er ég glöð :)
mig langaði nefnilega mjög á námskeið hjá þér því mig langar að prjóna svona peysu en veit ekki alveg hvernig ég á að deila lykkjufjöldanum niður. En sem sagt kemst ekki þar sem ég bý frekar langt í burtu og er með einn pínulítinn sem krefst smá athygli þegar honum hentar ;)
Best prjónakveðjur
Vilborg prjónakona :)

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú alveg ótrúleg!!! Flott framtak!
Kv.
Berglind Haf

Ragga sagði...

Æ dúllurnar mínar. Elska kommentin frá ykkur. Ég hlakka til að sjá fleiri Rúnupeysur fæðast.

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan.
Frábært, geri eina á mína litlu snót, á einmitt fínan lit í Kauni. En hvernig væri að hin ákafa prjónakona gerðist duglegri að setja inn myndir á bloggið, svo við óbreyttar getum fylgst með og hermt meira eftir því sem hrynur af þínu gnægtarsköpunarborði.... Þú tikynntir alþjóð í útvarpi allra landsmanna að það væru, hvað 6,7, 8 eða 9 stykki sem lægju eftir þig á mánuði!!
Show us dear.......
Hvernig væri að koma með eitthvað úr heimalitaða garninu??

Halldóra J

Nafnlaus sagði...

Seint taka sumir við sér! Nú á ég uppskriftina, ég á garn - ég á prjóna við hæfi - en ég er ekki viss um að ég hreinlega skilji uppskriftina - en það kemur í ljós þegar ég loksins byrja !
Kv. SN