

Sú græna er úr dönsku, lítið loðnu, mohair garni sem er gert í svo girnilegum litum að maður vill helst borða það. Fyrirtækið sem bjó það til er því miður farið á hausinn, skæl, skæl. Blómin heklaði ég og saumaði á eftirá. Húfan er með þríhyrndri úrtöku á kollinum. Passar á sex ára... eins og ískyggilega margt sem ég prjóna.
Uppskriftir af húfunum eru í vinnslu og verða gefins í Nálinni fljótlega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli