laugardagur, 13. júní 2009

Tvær húfur


Húfur eru skemmtilegar. Passlega litlar og bjóða upp á endalausa möguleika í útfærslum, garni, munstri og svo víðere. Sú blásvarta er úr BC Mohair fiori sem er blanda af mohair og merinoull. Allt annað líf að prjóna með mohair garni sem er ekki akrílblandaður óskundi. Úrtakan á þessari kemur út eins og X á kollinum, frekar brött úrtaka.

Sú græna er úr dönsku, lítið loðnu, mohair garni sem er gert í svo girnilegum litum að maður vill helst borða það. Fyrirtækið sem bjó það til er því miður farið á hausinn, skæl, skæl. Blómin heklaði ég og saumaði á eftirá. Húfan er með þríhyrndri úrtöku á kollinum. Passar á sex ára... eins og ískyggilega margt sem ég prjóna.

Uppskriftir af húfunum eru í vinnslu og verða gefins í Nálinni fljótlega.

Engin ummæli: