

Þessi kostar ekki nema tvöþúsundkall í mesta lagi (fyrir utan vinnuna auðvitað). Einbandið er ótrúlega skemmtilegur efniviður og til í mörgum flottum litum - ég hef það fyrir satt að von sé á enn fleiri litum frá Ístex með vorinu. Í þessa peysu fóru um 3 dokkur af einbandi en svo ákvað ég að setja smá lúxuskanta á hana með geggjuðu dönsku alpacagarni. Peysan er þróuð eftir að ég prjónaði FLS - er prjónuð frá hálsi, garðaprjón fram og til baka og ermarnar sléttprjónaðar í hring. Endalausir möguleikar með svona flík!
5 ummæli:
Þessi kemur vel út. Ég á alveg eftir að prufa að prjóna úr einbandi. Það er næst á dagskrá...
Vá en flott.... Mundu að skrifa uppskriftirnar niður Ragga mín... :-)
Þessi er æðisleg! Ekki áttu uppskrift sem þú getur látið frá þér eða selt mér? Þetta er einmitt það sem ég hef verið að leita að :).
Sæl Ragga.
Ekki átt þú uppskrift af einbands peysunni sem þú værir til í að senda mér á e-maili.
kveðja
Kristrún Grétarsdóttir
kristrung@internet.is
Þessi er æði!
Ég segi eins og fleiri, ekki áttu uppskriftina eða getur bent manni á hvar er hægt að nálgast hana?
mbk
Ella
Skrifa ummæli