mánudagur, 12. janúar 2009

Prjóniprjónaævintýri

Vá maður! Síðan síðasta innlegg var skrifað hefur öll prjónaorka farið í útgáfu Prjóniprjóns (og reyndar slatti í jólagjafaprjón - birti afrakstur hér fljótlega). Viðtökurnar hafa líka verið dásamlegar og salan framar villtustu vonum. Prjóniprjón lenti í mörgum jólapökkum og ég veit um nokkra sem vonuðust eftir henni en fengu ekki og skiptu þess vegna einhverju öðru í Prjóniprjón. Það yndislega við prjónara er ólæknandi árátta þeirra til að deila með sér. Flestir sem byrja að prjóna breytast í einhvers konar prjónatrúboða og tala stöðugt um prjón og garn og uppskriftir og prjóna og tölur og kanta og nýjar uppáfitjunaraðferðir og prjónablogg og prjónavídeó og blöð og bækur. Þetta hefur verið algjör lykill að velgengni bókarinnar því ekki höfðum við Halldóra mikið auglýsingafé milli handanna. Við erum þegar komnar með helling af efni í næstu bók og erum að plana þýðingu á þeirri fyrstu yfir á ensku. Þúsund þakkir og kossar til allra prjóniprjónara - munið líka að mynda prjónaverkin og senda okkur á prjoniprjon@gmail.com - við birtum myndir og sögur á http://www.prjoniprjon.blogspot.com/. Lifi prjónið!

Engin ummæli: