föstudagur, 14. nóvember 2008

Bókin kemur út í byrjun desember - jeij!!


Stundin nálgast! Bókin á að heita "Prjóni prjón" og kemur út eftir sirka 3 vikur. Ætti að ná í jólapakka hjá einhverjum prjónurum... Kjörorðin eru innblástur, einfaldleiki og frelsi frá uppskriftum. Við viljum semsagt veita byrjendum kjark og þor og einföld en jafnframt flott verkefni til að spreyta sig á - hina sem eru lengra komnir viljum við frelsa úr viðjum uppskrifta og hvetja áfram í sköpunargleðinni. Tókum 300 myndir í gær... ein hér að ofan. Get ekki beðið!!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Juminn, þessa bók verð ég að næla mér í... ekki spurning... vonandi að hún náið að hvetja mig síðasta spölinn í átt að prjónunum sem hvíla sorgmæddir inni í skáp.
Já, og massaflott blogg!
Kv
Gagga

Nafnlaus sagði...

Komdu sæl.:)

Er orðin spennt eftir bókinni og langar að gefa börnunum mínum hana í jólagjöf.

Til hamingju með bókina.

Kv, Nína Margrét.

Nafnlaus sagði...

Rakst á síðuna þína einhvers staðar... er nýdottin í prjónaskap eftir langt hlé og hlakka til að sjá bókina :)

Kveðja,
Þórunn

Nafnlaus sagði...

Er áhugasamur lesandi sem *hóst* kann ekki að prjóna/hekla - langar samt rosalega að læra. Er að spá í að kaupa bókina ykkar, langar samt að vita hvort að þar sé að finna uppskrift af svokölluðum frelsishúfum??

Sara sagði...

Mér finst ótrulega gaman að próna..en voða engin sem kann það í kringum mig..þannig eru einhverjar leiðbeiningar í bókinni?

Ragga sagði...

Kæru vinir. Gaman að heyra öll þessi jákvæðu orð um bókina... svona fyrirfram. Já frelsishúfur eru í bókinni og ýmislegt annað einfalt en ofursmart. Við tímdum ekki að eyða plássi í prjóna og heklkennslu en á bókarblogginu www.prjoniprjon.blogspot.com er að finna linka inn á prjónakennsluvefi. Svo var að koma út endurútgáfa bókarinnar lærið að prjóna sem er mjög gott að eiga - ég gríp amk í hana mjög oft. Saman eru hún og Prjóniprjón algjör snilld. Hugmyndir og innblástur í Prjóniprjón og beisik kennsla í hinni. Lifi prjónið! Ykkar síprjónandi, Ragga

Erla sagði...

Blessuð.
Ég er líka prjónakona og málari ofl.
Mér finnst síðan þíð æðisleg og þakka þér fyrir hana.
Ég er líka með síðu. Er samt sleði að setja allt sem ég prjóna inná hana.
En hvar er hægt að fá bókina þína?
Kveðja.
Erla

Erla sagði...

Ég gleymdi að setja inn síðuna mína en hún er.
www.bestla-erla.blogspot.com