mánudagur, 3. nóvember 2008

Einfaldur plötulopi


Þessi er ekkert smá vel heppnuð!! Mín eigin hönnun og uppskriftin verður birt í væntanlegri prjónabók minni og Halldóru Sk. Reyndar er hún svo geðveikislega einföld og fljótleg að þið munduð fá kast ef þið bara vissuð. Rúna ákvað að hafa blátt hekl kringum hálsmálið og bleikt á ermum. Tek mynd af henni í peysunni á morgun. Sá misskilningur hefur lengi riðið húsum á Íslandi að einfaldur plötulopi sé allskostar ónothæfur í flíkur. Það er hin mesta firra og líklega skoðun sem átti rétt á sér í gamladaga þegar börn (og aðrir) áttu kannski tvær peysur til skiptanna en ekki tuttugu eins og börn nútildags. Dagný ofurprjónakona hefur vitað þetta lengi og er búin að prjóna margar fínar peysur úr einföldum. Svona býr maður til hræódýrar og ofursmart flíkur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mín bara að missa sig í prjónaofvirkninni ;)
Ég er líka mikil áhugakona um einfaldan plötulopa - en hef bara ekki gefið mér tíma til að prjóna úr honum enn ;)
Prjónakveðja,
Elín

Nafnlaus sagði...

Keep up the good work, gaman að lesa svona snilli-skemmti-prjóna texta. Prjónanördar allra landa sameinist!!!

Guðlaug krabbaheklari.