sunnudagur, 2. nóvember 2008

Ein hyrnan enn


Þessi er dásamleg. Prjónuð úr Kauni - garni sem skiptir litum á leiðinni - fæst í Nálinni í ótal og ægifögrum litum, á prjóna númer 6 og hálft. Þriggja kvölda verkefni og frekar heilalaust svo að þetta er gott verkefni fyrir sjónvarpskvöld. Lýsingu á aðferðinni er að finna neðar hér á blogginu. Litir í hyrnunni eru grár, svartur og fjólublár. Algjörlega ég, enda er hún handa mér. Maren er bara svo framúrhófi sæt að hér pósar hún. Held að sumir fái svona í jólapakkann í ár.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG,verð að fá eina dokku í hverjum lit. Kv Lóa í ríki Svía

Ragga sagði...

Já ég mæli sko eindregið með því. Hardcore sjalaprjónarar mega alls ekki láta Kauni fram hjá sér fara...

Halldóra sagði...

Æðislega flott!
Sjal og myndir.

Knús - Halldóra líka í Svea rike.

Nafnlaus sagði...

Ertu með uppskrift af þessu sjali og hvað þurftir þú margar dokkur?

Ragga sagði...

Uppskriftin birtist í bókinni okkar Halldóru, Prjóniprjón, sem kemur út 5. des. Reyndar er lausleg lýsing hér neðar á blogginu. Ein dokka af Kauni garni passar í svona sjal - um 140 - 150 g. Kauni er líka til í æðislegum litum og fæst í Nálinni.