sunnudagur, 2. nóvember 2008

Regnbogahúfa

Held svoldið upp á þessa. Hún er prjónuð úr Noro kureyon sem skiptir að sjálfsögðu litum eins og regnboginn. Ég notaði með því mohair í ýmsum litum og lét Norolitina ráða því hvaða mohairlit ég notaði. Byrjaði á Noro, prjónaði smá þar til ég var komin að lit sem ég átti í mohair... og svo koll af kolli. Kom mjög vel út. Húfan er sáraeinföld, 2sl, 2br alla leið og tekið úr uppi á kolli. Aðferðin er hér að neðan við aðra Norohúfu. Maren á hana.

Engin ummæli: