sunnudagur, 2. nóvember 2008

Tvær frelsishúfur


Þessar prjónaði ég á árinu (2008) sem sýnishorn fyrir frelsishúfunámskeið sem ég hélt í Nálinni. Sú gráa er úr merinoull (Lucca, fæst í Nálinni), hún heitir fjall, enda með snæviþöktum toppi. Hin er úr dásamlegu hnausþykku alpacagarni (Nálin líka). Hauskúpa saumuð í með silfurgarni. Þetta eru svona dæmigerðar klukkutímahúfur, heklað á grófa nál og frábærar að töfra fram ef manni er boðið í afmæli með óvenjustuttum fyrirvara. Prjónasúpermódelið er Maren systir.

Engin ummæli: