sunnudagur, 2. nóvember 2008

Bestu ermar í heimi


Ég er nú aldeilis hress hér með ermarnar mínar! Helga Jóna, prjónagyðja í Nálinni, á þessa uppskrift, en hún birtist í Húsfreyjunni. Eiginlega er þetta stykki, eins og breiður trefill sem tölur eru settar á, og svo er hægt að hneppa þessu á ýmsa vegu um kroppinn. Slétt prjón og mjög flott gataprjón skiptist á. Þegar ég var búin að nota fyrirbærið sem ermar í heila viku ákvað ég að taka tölurnar af og sauma saman svo úr yrðu almennilegar ermar. Ég nota þetta mjööög mikið. Garnið er handspunnið alpaca, ótrúlega lifandi og skemmtilegt garn með miklum litabrigðum. Því miður er það ekki lengur í framleiðslu :(

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ þú ert sætust. Gegt flott blogg hjá þér!knús frá Sverige. kv Lóa

Unknown sagði...

Ertu nokkuð til í að setja cirka uppskrift á vefinn

Kveðja,
Ella