þriðjudagur, 28. október 2008

VÍG (verkefni í gangi)

Það er semsagt hellingur á prjónunum og kannski meira en endranær því ég hef verið óvenju sjúk í að byrja á nýjum hlutum. Hér er sýnishorn:
Baby surprise jacket - karrígul og hvít, bara eftir að setja tölur og sauma ermasaumana.
Baby surprise jacket - bleik og hvít. Fjórðungur búinn. Verður lítil og sæt.
Grá lopapeysa, einfaldur plötulopi- garðaprjón á búk og ermar + axlir prjónað í einu stykki eins og trefill. Er að sauma ermar við búk. Verður ýkt fín á Rúnu.
Fjólublá laskaermapeysa úr einföldum plötulopa - á mig og tekur þess vegna svooolið langan tíma.
Bleik merinópeysa á mig - prjónuð úr æðislegu smá yrjóttu merinógarni frá Helgu Jónu í Nálinni.
Vettlingar á 5 ára - handa barni á munaðarleysingjaheimili í Úkraínu. Fer í jólapakka. Rúna voða spennt. Prjóna hér tvo vettlinga í einu á einn langan prjón. Svokölluð magic-loop aðferð.
Lopapeysa á Berg - tvöfaldur plötulopi, léttlopi í munstur - næstum komin að munstrinu. Líka þolinmæðis því Bergurinn er stór.
Sjal handa mér - úr hinu frábæra Kauni garni sem fæst í Nálinni. Skiptir litum og er svart grátt og fjólublátt - klára það í vikunni.
Sjal handa Ernu - uppskriftin heitir lítið lopasjal og er úr hinni goðsagnakenndu bók Þríhyrnur og langsjöl. Ég nota vínrauðan plötulopa og loðband í næstum sama lit. Kannski geri ég ermar úr þessu - það yrði ljómandi fallegt. Á sirka 1/3 eftir.
Svo er ég að fara að taka jólagjafagerðina í gegn.

3 ummæli:

Halldóra sagði...

Yay, prjónabloggið þitt lifnað við....! Gleði gleði gleði :-), knús - Halldóra.

loaxel sagði...

Váá! Og ég búin að vera með sama trefilinn á prjónunum í svona rúmt ár...má ég ekki bara senda hann til þín?! Frábært að fá líf í bloggið.

Ragga sagði...

Á sumum heimilum er svona hegðun skilgreind sem ístöðuleysi en heima hjá mér er þetta kallað óheft sköpunargleði. Guðlaug samstarfskona mín er búin að hía á mig - þess vegna er ég í klára-fasa núna. Búin að einsetja mér að klára óskilgreindan helling fyrir óskilgreindan tíma.