föstudagur, 14. september 2007

Skott með Noro húfu


Hér er mín yndislega dóttir með einfalda húfu úr Noro Silk Garden garni. Noro garnið er japanskt og alveg dásamlega fallegt, marglitt og fínt. Húfan er prjónuð á klukkutíma (enn eitt verkefnið fyrir þá sem vilja snögg afköst og ekkert vesen), og er sáraeinföld: prjónar nr. 4,5, fitjað upp sirka 70l (farið bara eftir prjónfestu, svo er bara prjónað 2sl og 2br næstum upp allan hausinn, svo teknar 2br saman einn hring, prjónað smá svo teknar 2sl einn hring og svo 2 og 2 saman þar til örfáar l eru eftir og bandið dregið í gegnum þær. Frábært að nota svona Noro garn því húfan lítur út fyrir að vera prjónuð með milljón mismunandi litum og allir halda að prjónarinn sé algjör snillingur.

10 ummæli:

Anna Sóley sagði...

hlökkum til að hitta ykkur á fróninu, teppið þarna er sjúklega flott.

Harpa Jónsdóttir sagði...

Húfan er mjög sær - en stelpan er enn sætari :)

Harpa Jónsdóttir sagði...

...sæt átti þetta auðvitað að vera...

Nafnlaus sagði...

Sæl.Ég er ókunnug en rakst einhvernveginn á þessa síðu.Mjög skemmtilegt prjón og hekl hjá þér.Ég hef gaman af þessu en er ekki dugleg að finna upp sjálf verð að hafa uppskriftir.Værir þú til með að gefa mér uppskrift af hekluðu prjónapokunum?
Ef svo er þá yrði ég mjög glöð:)
email mitt er: haddyola@gmail.com
Takk og kv. Haddý

Mrs Petersson sagði...

I need Noro! Love the hat, and your brave use of colours in knitting and crochet. I can't get beyond green...
Ása Lóa aka Mrs Petersson

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Ragga frænka,

Lena hér,.. roslega flott prjón hjá þér,. ekkert smá dugleg, ég hef í mesta lagi klárað hálfan sokk, sem breyttist í trefil, sem breyttist í orm.. :) Glóa litla og ég biðjum að heilsa Rúnu sætu ;)
Vonandi sjáumst við bráðum, annars er litla með barnaland, eins og hvert barn á Íslandi.. www.gloa.barnaland.is
emilaðu mér svo og ég sendi þér pw.. kveðjur og knús frá öllu öðru heimilisfólki.
Lena

Guðný Anna sagði...

Elsku krúttið mitt, hvar ertu? Var að reyna að ná í þig. Ertu á Íslandi?????????????
Tékkaðu á 5777797 eða 8952388, þín gamla geit.

Nafnlaus sagði...

Komdu sæl
Rakst á þína afspyrnu fínu síðu um prjón og sköpunarþörf. Aldeilis flott hjá þér.
Segðu mér annars - gætir þú sagt mér hver er höfundurinn, af þessari áhugaverðu bók sem þú segir frá, Baby Cool ???
Með bestu kveðju
Vilborg M. Ástráðsdóttir
vilmaria@ismennt.is
http://lopinn.blogspot.com/

Tinna sagði...

rakst á þessa síðu og finnst hún rosalega flott - þú ert aldeilis afkastamikil!!!

frábært að fá líka nokkrar svona einfaldar og góðar uppskriftir...

ég er alveg sammála, það er töff að prjóna!!

kveðja,
Tinna.

Nafnlaus sagði...

En hvað ég var heppin að detta inn á þessa bloggsíðu þína. Þetta er alveg frábært þar sem ég er í fæðingarorlofi og í miklu prjónastuði. Ekki hefur þó farið mikið fyrir tímanum sem á að fara í prjónið en það potast. Líst svaka vel á þetta hjá þér :)

Heiðbjört