föstudagur, 14. september 2007

Respect Helga


Viljiði sjá þetta dásamlega teppi sem hún Helga Harðardóttir ofurprjónaljósmóðir og vinkona mín gerði. Ég sat svona í sæluvímu og gat vart mælt í lengri tíma þegar ég fékk það í hendurnar. Þetta er á minni prjónadagskrá fyrir veturinn 07-08, ekki spurning! Helga er annars mikil fyrirmynd í prjónaskap og hefur töfrað fram ótrúlega fallegar og flóknar flíkur. Það er líka sagt að prjón sé agalega góð iðja fyrir ljósmæður... næmi í fingrum.

1 ummæli:

Harpa J sagði...

Flott!