fimmtudagur, 13. september 2007

Húfa fyrir mig


Bleika garnið er mjúkt og gervi en samt alveg ómótstæðilegt, fékk það í Knitlab. Þetta er ósköp venjuleg frelsishúfa gerð úr mohair og þessu bleika og einhverju smá glimmeri (alltaf gott að hafa glimmer með), hekluð á grófa nál - númer 8 kannski. Svoldið víð neðst... held ég þrengi hana aðeins fyrir veturinn. Það er nefnilega snilldin við frelsishúfurnar... alltaf hægt að hekla neðan á þær ef þær tildæmis þurfa að lengjast eða þrengjast.

Engin ummæli: