
Hér er mín yndislega dóttir með einfalda húfu úr Noro Silk Garden garni. Noro garnið er japanskt og alveg dásamlega fallegt, marglitt og fínt. Húfan er prjónuð á klukkutíma (enn eitt verkefnið fyrir þá sem vilja snögg afköst og ekkert vesen), og er sáraeinföld: prjónar nr. 4,5, fitjað upp sirka 70l (farið bara eftir prjónfestu, svo er bara prjónað 2sl og 2br næstum upp allan hausinn, svo teknar 2br saman einn hring, prjónað smá svo teknar 2sl einn hring og svo 2 og 2 saman þar til örfáar l eru eftir og bandið dregið í gegnum þær. Frábært að nota svona Noro garn því húfan lítur út fyrir að vera prjónuð með milljón mismunandi litum og allir halda að prjónarinn sé algjör snillingur.

