föstudagur, 6. apríl 2007

Möbíus Ragnheiðarson

Jæja hér er hann. Mér fannst hann orðinn eitthvað svo breiður að ég felldi af þrátt fyrir eiga eftir slatta af garninu. Svo reyndist hann vera ansi mjór greyið, en fallegur að sama skapi. Ég er búin að nota hann helling tvívafinn um hálsinn. Samt er planið að rekja upp affellinguna og prjóna restina af garninu. Svona við tækifæri.

1 ummæli:

Rakel Ósk Böðvarsdóttir sagði...

Flott, er þetta gata prjón ?