fimmtudagur, 5. apríl 2007

Ég er snillingur!
Nú er ærin ástæða til monts. Ég er búin að prjóna fínasta stelpukjól í heimi á elsku litlu Rúnu mína. Kjóllinn er hannaður af mér sjálfri... jafnóðum meira að segja. Hann er að mestu úr silkigarni sem er prjónað slétt ásamt bleikum glimmerþræði. Kantur og hlírar að ofan og kanturinn að neðan eru úr ekólógískri bómull (regnbåge) sem er handlituð. Ein rönd af marglitu borðagarni er á milli silkisins og bómullarinnar að neðan. Ég er svooo ánægð!!
Svona gerði ég kjólinn:
Hringprjónn 40 cm nr. 5.5. Fitjað upp 110l með bómull. Prj sl fram og til baka 3 cm. Tengt saman í hring og pr 2 umf sl. Miðjulykkja fundin og merkt. Nú er aukið í sitt hvorum megin við miðjulykkju með því að slá bandi upp á prjóninn báðum megin við miðjulykkjuna og prjóna allar lykkjur sléttar í næstu umf. Þetta er gert 4x. Svo er prjónað og prjónað eins lengi og maður hefur þolinmæði til. Þegar mál er að linni kemur svo ein umferð með borðagarni - hér væri líka smart að nota annað effectgarn s.s. mohair, eyelash eða salsa. Svo er skipt yfir í bómullina aftur. 1 umf sl. Í næstu umf er prjónað 2x í hverja lykkju, framan og aftan. Prjónað sl ca 2 cm og endað á 3 umf sem eru pr 2sl og 2br til skiptis. Fellt af. Hlírar prjónaðir síðast. Ég notaði pr nr 2.5 og tók upp 12 l sitt hvorum megin 6l frá miðju. Pr sl 47 umf og fellt af. Hlírar saumaðir fastir að aftan, bilinu efst lokað og gengið frá öllum endum.
Ég get ekki beðið eftir að láta Rúnu prófa á morgun þegar hún vaknar.

1 ummæli:

Skarpi og við hin... sagði...

Æðislegur kjóll!!!
Halldóra S.