föstudagur, 6. apríl 2007

Hálflingar


Mér datt í hug að prjóna eitthvað fljótlegt og ákvað að gera handstúkur/mudda (það er svona úlnliðastroff oft haft með einhverju skrauti). Prjónar nr. 9, fjórfaldur plötulopi, fitjað upp á 18l, 2sl og 2br prjónað sirka 7cm. Aukið út 2l og haldið áfram að prjóna slétt. Þarna ákvað ég að gera ekki mudda heldur hálfvettlinga í staðinn. Prjónað að þumli, þá felldar af 3l fyrir þumalgat. Í næstu umf er bandi slegið upp á 2x f ofan affelldu lykkjurnar. Í umf þar á eftir eru uppslættirnir prjónaðir aftan í bandið og aukið í 2l annars staðar í hringnum. Prjónað áfram þar til nær fram á puttana og fellt af br. Heklað utanum fingraop og þumalop með einhverju smart effektgarni. Ég notaði sjúklega mjúkt og flott bleikt nælongarn sem heitir Amelie. Mohair, glimmer, eyelash, ribbon eða hvað sem er væri fínt í þetta. Svo er hægt að skreyta með pallíettum, perlum eða einhverju fíneríi... það fer svo vel við grófa ullina. Sá græni er úr 2x plötulopa, aðeins minni. Hvíta er mohair.

1 ummæli:

Stella Soffía sagði...

Þessir hálflingar eru flottir. Sé alveg fyrir mér að það sé notalegt að klæðast þeim, til dæmis ef maður er að prjóna úti í kuldanum :-)