miðvikudagur, 28. mars 2007

Verkefni í gangi

Ullarvestið sem ég nefndi í síðustu færslu er nánast tilbúið - á bara eftir að festa hlírana og ganga frá nokkrum endum. Mynd kemur þegar þessu er lokið. Svo er ég byrjuð á sjali handa Ernu. Rauður lopi og rautt loðband, mjög smekklegt og fínt, uppskrift úr "Þríhyrnur og langsjöl" - þetta er sumsé langsjal prjónað með krónuprjóni. Vorið er síðan að bera mig ofurliði, léttara garn verður girnilegt og ómótstæðilegt. Varð mér úti um silkigarn í gær og smá handlitaða bómull - fitjaði uppá og er að prjóna kjólgopa á Rúnuskott. Er dálítið metnaðarfull því ég ætla að reyna að klára kjólinn fyrir afmæli Haraldar nk laugardag (í dag er miðvikudagur og ég er komin ca 10cm... ehm). Svo mun ég mynda og blogga strax og kjóllinn er til.

Engin ummæli: