sunnudagur, 18. mars 2007

Ekólógískur sumartoppur


Hér er kominn þessi sæti sumartoppur (eða vesti) sem Rúna Lóa ber svona glæsilega. Bómullargarn og prjónar númer sirka 3.5, uppskriftin heimatilbúin... en skrifuð samviskusamlega á blað!!! Garnið er mjög skemmtilegt, ekólógísk bómull handlituð, bleiki liturinn er svo fjöldaframleidd egypsk bómull. Hlírar prjónaðir eftirá með I-cord aðferð (ehm þetta er líklega svoldið nördalegt, sérstaklega vegna þess að þetta hugtak er ekki einusinn skýrt á wikipedia- ég biðst forláts - en þetta er mjög einfalt). Ætla að nota sömu "uppskrift" í ullartopp/vesti, byrjuð á því.

2 ummæli:

Anna Sóley sagði...

ekkert smááá sætur toppur!

Jana spyr reglulega hvenær hún fái að hitta Rúnu Lóu...

Guðný Anna sagði...

Ferlega sætt....
Segðu mér fréttir af ykkur
Love,
moi