sunnudagur, 4. mars 2007

Svoldið galinn


Þetta er heklaður trefill sem er hægt að gera eins stóran og langan og mann lystir og litirnir stjórna "the level of madness". Í þessum er íslenskt loðband og mohair mismunandi þykkt. Uppskriftin er mín en innblásin af einhverju sem ég sá í dönsku blaði.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og ormurinn langi og mætti vel markaðssetja á Héraði, hvar ormurinn langi og ógurlegi á að vera í Lagarfljóti. Báturinn sem siglir um fljótið heitir einmitt Lagarfljótsormurinn.
Alveg á fullu að úthugsa markaðsleiðir fyrir þig....!
Faðm

Ragga sagði...

Hei frábær hugmynd!! Læt hann heita það. Svo er hægt að nota jarðliti fyrir jarðbundna og enn meira glimmer og perlur fyrir glysgjarna.