mánudagur, 5. mars 2007

Á prjónunum


Það er að sjálfsögðu hellingur á prjónunum. Hér er eitt sýnishorn, garðaprjónað sjal úr þreföldu kid mohair, prjónað á hlið á prjóna nr 15. Reyndar má geta þess að svona risaprjónar beinir eru ekkert rosalega sniðugir fyrir herðarnar, þeir eru svo stórir að axlirnar lyftast upp og spennast óþarflega. Ég mæli því með hringprjónum þegar hægt er. Nefna má fleiri stykki á prjónum s.s. hyrnu úr texasullinni, alpaca garðaprjónspeysu á Rúnu Lóu, opal sokkana sem eru hér á blogginu og lopapeysuna á Rúnu og svo lopapeysu á Birnu sem er vinkona hennar Babyborn Rúnudóttur. Ég er með alvarlegt tilfelli af sjúkdómnum "startitis". (sjúkdómnum var fyrst lýst af prjónagyðjunni Stephanie Pearl-McPhee, sem hardcore prjónarar þekkja undir nafninu Yarn Harlot) Hann lýsir sér í óstjórnlegri þörf til að byrja á nýjum og nýjum prjónaverkefnum. Þegar best lætur fær prjónarinn regluleg "finishitis" köst, en þá er það þörfin til að klára verkin sem knýr hann áfram. Sköpunarþörfin ber mig ofurliði mörgum sinnum á dag og rænir mig svefni. Í alvöru - stundum á ég erfitt með að sofna á kvöldin vegna óra um nýjar flíkur og girnilegt garn.

3 ummæli:

Anna Sóley sagði...

jeminn á ekki orð yfir hvað margt flott er búið að bætast við, þú ert snillingur:)

þetta er greinilega orðin fíkn á hæsta stigi, sem er bara gott.

hyrnurnar og ponsjóið er ÆÐI
(hef alltaf dýrkað hyrnur, alltaf þegar ég steig inn um þröskuldinn hjá ömmu var það fyrsta sem ég gerði að fara í hyrnuna hennar)

AS

Ragga sagði...

AS þú þarft að prjóna þér hyrnu. Og eina eins á litlu skottu. Það er óviðjafnanleg tilfinning að fara í hyrnu sem maður hefur sjálfur prjónað... tala nú ekki um að klæða lítið afkvæmi.

Begga sagði...

Þarf að fara að kíkja til þín í herbúðir... eða saumó... vegna tímaskorts fæ ég ekki að sitja lengur en 2 klst á dag við prjón.
Þúrt svo agalega afskaplega dugleg (skítt með kvennréttindakonudags-má-ekki-segja-dugleg-dæmið)... og skapandi ;)
Knúsamús
Yours truly,
Begga