miðvikudagur, 7. mars 2007

Fljúgandi prjónandi


Spurning: Ætli það sé þorandi að fara með prjónadót í flug? Er búin að spá mikið í þetta en hef ekki þorað að prófa. Það væri óbærilegt að þurfa að skilja eftir fínt par af prjónum í haug með vasahnífum, naglaskærum og alls konar skrani. Kannski skiptir máli hvort um er að ræða 30 cm stálprjóna númer 2.5 (fyrir óinnvígða má geta þess að slíka prjóna væri hægt að nota til að myrða heilt cabincrew) eða heklunál úr tré númer 15 (sem er svo stór og sver að margir hrökkva við að sjá hana og halda að hún sé ætluð til einhvers annars og meira prívat athæfis en handavinnu).

5 ummæli:

Linda mágkona sagði...

Sorry Ragga mín, þú verður bara að puttaprjóna.

Bergur sagði...

Þetta er nördalegasta innlegg sem ég hef séð lengi..

Anna Sóley sagði...

hahahahaha!!! geðveikt fyndið!

ég er spennt að vita hvað þú valdir.

varðandi síðasta komment: ég veit það verður þvílíkt klæmax fyrir þig þegar þér tekst að koma prjónum í fangið á mér, en ég er enn svartsýn á að það rætist. þú ættir að einbeita þér að Degi, það er miklu meiri séns þar.

...já en frábær hugmynd, kenndu honum að gera hyrnu á mömmu sína og systur:)

Dosti sagði...

cabincrew! HAHAHA einhvernvegin sé ég það ljóslifandi fyrir mér þegar þú snappar er lopinn klárast yfir ermasundi. Splatterdæmi!!! Killer sticks verður nafnið á myndinni. Ég mun trúlega leika öryggisvörðinn sem náði að tala þig af því að stinga Jónsa í augun.

Anna Malfridur sagði...

Sæl,
Ég rakst á prjónabloggið þitt fyrir tilviljun og varð að koma með innlegg á þessa færslu þar sem ég er alger prjónanörd.
Það ER HÆGT að fara með prjóna í flug... Ég tók með mér prjónadót í flug til Madrid í vor og var bara með bambusprjóna!!! Þeir koma ekki fram í vopnaleitinni :)