sunnudagur, 11. mars 2007

Hinn töfrandi Möbíus


Prjón er þess eðlis að nýjar uppgötvanir gefa prjónaranum ótrúlegt kikk og oft á tíðum fölskvalausa gleði. Til eru ýmsar goðsagnir tengdar nútímaprjónaskap, margar runnar undan rifjum Elizabeth Zimmerman (EZ) sem er Yoda/Mr. Myagi prjónsins. Ein þeirra er Möbíus sjalið. Margir þekkja möbíusinn úr stærðfræðitímum unglingsáranna þegar maður var látinn klippa pappírsræmu og snúa henn hálfhring og líma endana saman - með þessu myndaðist fyrirbæri sem hefur aðeins eina hlið og einn kant... fyrirbæri sem er "unorientable", formfræðileg ráðgáta. Snillingurinn hún EZ fann út hvernig mætti prjóna fyrirbærið og í dag er það heilög skylda hverrar prjónakonu með sjálfsvirðingu að læra að prjóna möbíus. Ég mun að sjálfsögðu birta mynd af afrakstrinum fyrr en varir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já og svo er gaman að bæta því við að zimmerman merkir einmitt herbergis maður hvaða skilning sem fólk leggur í það orð svosum. Það er einnig hægt að segja "Zimmerman!" og þá er það eins og "inn í herbergi maður!". Þess vegna breytti Bob Dylan um nafn. Bara að eiga síðasta orðið!

Nafnlaus sagði...

Bob er einmitt launsonur Elizabethar. Hver ertu annars í andskotanum Svante... og hvers vegna hefurðu svona djúpan áhuga á prjóni?

Anna Sóley sagði...

vá þetta finnst mér geðveikt spennandi verkefni!!!

as