mánudagur, 1. janúar 2007

Lítill lærlingur


Litla sæta skottan er svo hrifin af öllu sem mamma prjónar og vill prófa allt. Hér erum við saman með hálsskautin grábláu á gamlárskvöldi. (og nei, ég er ekki drukkin, bara andaktug yfir áramótum)

Þrjú stykki úr sama efni




Sumt garn er svo fallegt saman. Hér blandaði ég saman svörtum lopa, gráum lopa, grábláu þykku mohair og bláu glimmer brjálæðisgarni. Fyrsta verkið varð kragi eða hálsskraut. Svört ull hekluð í kassa (eins og múrveggur með tveimur lögum múrsteina) sem liggja saman og svo er garn þrætt í gegn og bundið í endana í kögur... ehm, vona að þessi lýsing sé skýr sem sól í heiði. Næsta varð svo aðeins þykkari kragi, líka heklaður, látið beygjast um hálsinn, svo er smá lykkja aftan á sem hægt er að smeygja aftari endanum í... voila... hlýtt og gott og lekkert. Síðasta er sjúklega einfalt, bara hellingur af garni, sirka 2ja metra þræðir lagðir saman og hnútar hnýttir, tvær marokkókúlur þræddar á endana. Þetta er nú hægt að gera á fimm mínútum ef veisludressið er ekki aaalveg nógu glamorös. Sko bara hvað ég var fín á gamlárs!

Frænkurnar





Rúna er full lotningar þegar hún hittir frænkurnar þrjár í Uppsala enda eru þær sætar og skemmtilegar og klárar. Allar fengu þær prjónaðar jólagjafir. Maarit fékk trefil af sömu sort og mamman, þessi þó hvítur og með gullbandinu dýrmæta. Tinna fékk húfuna gráu með bleikum blómapallíetttubekk. Jónína fékk bleika trefilinn.

Jólagjöf Dúddu


Dúdda frænka mín fékk heklaðan trefil úr tvöföldum svörtum plötulopa og dýrindis gullbandi. Heklað á göndul einn mikinn, heklunál númer 15. Hún er bara ljómandi fín móðursystir mín sæta.