mánudagur, 1. janúar 2007

Þrjú stykki úr sama efni
Sumt garn er svo fallegt saman. Hér blandaði ég saman svörtum lopa, gráum lopa, grábláu þykku mohair og bláu glimmer brjálæðisgarni. Fyrsta verkið varð kragi eða hálsskraut. Svört ull hekluð í kassa (eins og múrveggur með tveimur lögum múrsteina) sem liggja saman og svo er garn þrætt í gegn og bundið í endana í kögur... ehm, vona að þessi lýsing sé skýr sem sól í heiði. Næsta varð svo aðeins þykkari kragi, líka heklaður, látið beygjast um hálsinn, svo er smá lykkja aftan á sem hægt er að smeygja aftari endanum í... voila... hlýtt og gott og lekkert. Síðasta er sjúklega einfalt, bara hellingur af garni, sirka 2ja metra þræðir lagðir saman og hnútar hnýttir, tvær marokkókúlur þræddar á endana. Þetta er nú hægt að gera á fimm mínútum ef veisludressið er ekki aaalveg nógu glamorös. Sko bara hvað ég var fín á gamlárs!

2 ummæli:

Skarpi og við hin... sagði...

Ekkert smá fín á gamlárs....!
Og hitt er rosa flott líka, svona "hlýlegt" skart :-)

Flott að blanda svona ólíku efni.
Halldóra S.

Unnur Vala sagði...

Elsku Ragga.

Takk fyrir fínu bleiku skóna sem ég notaði á jólunum og var rosa flott í. Eru næstum að verða of litlir, því ég fæ svo mikla supervaxtarmjólk frá mömmu......... Þá ætla ég að nota þá til að punta herbergið mitt.
Komdu fljótt í heimsókn, svo ég geti brosað fínt til þín.

xxx Unnur Vala