sunnudagur, 10. desember 2006

Texas - Stockholm


Ebay er dásamlegt fyrirbæri fyrir prjónara og garnsjúklinga. Hægt að kaupa garn úr öllum kimum heimsins á smábrot af verðinu skammarlega sem viðgengst hér á vesturhveli. Ég prófaði um daginn að panta forláta ullargarn allaleið frá Texas og það kom í vikunni. Gasalega mjúkt og fínt litaskiptigarn. Búin að hekla eina húfu sem fer í afmælispakka til Ernu stjúpu. Fastahekl neðst, hálfpinnar og svo fastahekl aftur í toppnum. Held að þetta séu hennar litir bigtime.

1 ummæli:

Guðný María sagði...

flott húfa, eg er vinkona Ólafar sem er með þér í saumó í Stokkhólmi og hún benti mér á þessa siðu, finnst hún frábær. Ég er mikið að spá í að panta á ebay garn en hef ekki komið því í verk. Er þetta ekkert mál??

Kveðja
Guðný (gudny4@engjaskoli.is)