sunnudagur, 10. desember 2006

Muna að mynda


Nú hef ég prjónað og heklað af svo miklu kappi að fjölskyldunni þykir nóg um. Svo set ég í pakka og sendi um heiminn þveran. Hanako fær fína húfu og sjal, klassíska vestfirska hyrnu úr lopa og glimmerþræði!! En almáttugur hjálpi mér því ég gleymdi að mynda þessa ljómandi fallegu hluti og er búin að pakka inn og setja pakkann í pakka og merkja og svo fer þetta af stað til Tokyo í fyrró. Ég verð að muna að biðja hana að klæða sig í gjöfina og mynda og senda yfir... En í millitíðinni set ég inn sæta mynd af elsku Héðni mínum með hinn fagra son sinn Tabító Þór.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju med litla fraenda.
kv Loa