fimmtudagur, 21. desember 2006

Fyrir höfuðstóra



Veit ekki hver ætti að fá þessa, hver er mjög höfuðstór sem ég þekki... hmmm? Hún er hekluð úr bláu mohair garni (toppur og kantur neðst) og einföldum plötulopa, mjóu gráu mohair plús glimmerþræði. Frekar sæt. Kannski prófa ég að þæfa hana í höndunum... ehm.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með öll þessi frábæru verk sem þú hefur unnið. Ég fann tengil á síðuna þína hjá Guðný Önnu vinkonu minni. Sjálfri finnst mér afskaplega gaman að prjóna, hekla og sauma þó það hafi orðið undan að láta síðustu árin vegna anna. Ég er líka sannfærð um að t.d. prjón og hekl hafa ákveðin sálalbætandi áhrif og ætti að vera notað til meðferðar. Ekki síst er klikkið í prjónunum yndislegt(ef ekki er um plastprjóna að ræða). Gangi þér vel í framtíðinni. Unnur Sólrún (bjó og nam í Svíþjóð fyrir ,,hundrað" árum og er alltaf með Svíþjóðarbakteríu síðan).

Anna Sóley sagði...

þetta er ekkert eðlilegt hvað þú framleiðir mikið og flott!!!dísess.

ohh ég elska hyrnur, svona ömmunostalgía...

og krulluhekltrefillinn æææði, og bara aLLT:)

AS

Ragga sagði...

Jiminn takk fyrir hlý orð í minn garð og verkanna. Langamma mín á Hofsósi (mamma móðurafa míns Marteins) var mikil prjónakona. Hún prjónaðu ullarsokka árið um kring og hundrað hyrnur og sjöl og þegar hún var ekki að prjóna heklaði hún ljómandi fína blómadúka. Ég fékk ullarsokka og súkkulaði á hverjum jólum... dúll.

Nafnlaus sagði...

Halló, litla, stóra prjónakona.
Sköpunargáfan fær aldeilis útrás hjá þér. Þú ert að gera rosalega fína hluti. Linkurinn þinn á síðunni minni hefur vakið athygli! Bendi þér á linkinn http://www.123.is/endurvarp, sem er ljóðablogg Unnar vinkonu minnar.
Fylgist með þér og Rúnu litlu. Farðu að setja inn nýjar myndir af henni!!
(Skoða líka síðu pabba hennar....)
Love from me.