
Þessu komst ég að "the hard way". Var búin að hekla þessa fínu risastóru álfahúfu sem átti að passa á Rúnuhaus eftir þæfingu. Stakk henni í vél á 40 með einum gallabuxum og einu handklæði. Því er skemmst frá að segja að húfan varð pínulítil og passleg fyrir babyborn, sem reyndar bráðvantaði hlýja húfu. Samt fín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli