miðvikudagur, 20. desember 2006

Áfram KRÞeir sem þekkja mig vita að mig skortir gersamlega íþróttatilfinningar. Eiginlega er mér nákvæmlega sama hver vinnur hvað, nema kannski þegar Ragga frænka keppir í sundi. En Sindri minn heldur upp á KR og þá þótti mér sjálfsagt að bregðast snarlega við og prjóna á hann almennilega KR húfu. Þetta er einföld fastahekluð lopahúfa prjónuð frekar víð. Svo þótti mér þjóðráð að þæfa hana. 40 gráður í þvottavél á stuttu prógrammi og viti menn... húfan kom út doldið dvergsleg. En passar svona ljómandi vel á annan haus - nefnilega Ragnar Gauk sem að auki er Vesturbæjarstrákur og mun fyrr eða síðar verða KR-ingur.

Engin ummæli: