miðvikudagur, 20. desember 2006

Bleikur með blómapallíettum


Frábært þetta garn sem ég fann á ebay og fékk svo sent frá Tyrklandi á methraða fyrir smápening. Hér er það orðið að sætum stelputrefli sem fer í stelpujólapakka. Mjög einfalt að hekla. Maður byrjar á að hekla langt band, heklar svo stöpla eða pinna eða hvað þetta nú heitir, tvo í hverja lykkju alla leiðina til baka. Svo eina umferð í viðbót af stöplum, þá ein í hverja lykkju. Gaman að hafa hann svoldið langan svo að hann krullist skemmtilega um hálsinn.

Engin ummæli: