laugardagur, 11. nóvember 2006

Handa litlum strák


Hér er svo ein prjónuð í einu stykki en á hlið. Þá er byrjað yst á annarri erminni og svo prjónað þvert yfir - mjög sætt. Svo í lokin eru líningar prjónaðar kringum öll opin. Reyndar byrjaði ég á henni ólétt, en fékk svo nóg af prjónaskap og var tæplega hálfnuð þegar ég lagði hana frá mér. Ég kláraði hana svo hér um daginn án uppskriftar því hana fann ég ekki - en það gekk ljómandi vel. Bara spegill. Lítill strákur í Japan á að fá þessa.