
Það er svo gaman að búa til litla hluti... því maður klárar þá og fær þá kikkið. Hér er ein enn barnapeysan prjónuð þegar Rúna Lóa var í maganum. Hún er prjónuð í einu stykki, garðaprjón, og byrjað neðst á bakstykkinu... svo bara prjónað allaleið yfir. Þessi varð svoldið mjó og ermavíð enda prjónuð fríhendis sirkabát. Ullin er Dala-babyull sem má þvo á 40 (snilld). Tölurnar eru sætar appelsínusneiðar. Ég er ánægð með þessa.