laugardagur, 11. nóvember 2006

Sjálfsstyrkingarelementið


Sko... kannski er tengingin ekki alveg augljós. En staðreyndin er sú að á hverju einasta gógóplatsi (geðdeild á Marðar Ingólfsku) er prjón hluti meðferðarinnar og á stóran þátt í að fólk nær að lokum ásættanlegri geðhestaheilsu. Það er þetta með að áorka einhverju, sjá eitthvað verða til og ánægjan sem fylgir því að klára verkið og NOTA það eða gefa einhverjum sem manni þykir vænt um. Ég vildi óska þess að ég hefði tekið myndir af öllu því sem ég hef skapað gegnum tíðina. En í stað þess að væla yfir því að hafa EKKI gert það ætla ég að byrja núna og reyna mitt best í að skrásetja allt samviskulega í framtíðinni. Myndirnar set ég á þetta blogg - svo þarf ég bara að kíkja á lesprjónsbloggið til að fá akút sjálfsstyrkingarskammt. Gott plan. Hér er mynd af einni afgangapeysu sem ég prjónaði á meðan Rúna Lóa var í maganum og ég lá með hið stórskemmtilega grindarlos og notaði tímann til að prjóna, ráða krossgátur og "leggja" kapal í gemsanum (stuð).