laugardagur, 11. nóvember 2006

Bróderí


Keypti frábæra bók sem heitir "Baby Cool". Geggjaðar hugmyndir að breytingum á barnafötum og ótrúlega sniðugar saumauppskriftir. Til dæmis er samfestingur saumaður úr gamalli köflóttri skyrtu, galli saumaður úr gömlum Sex Pistols stuttermabol... já og bara allskonar flott. Höfundurinn er búningahönnuður í Dramaten og ekkert smá klár. Hún heldur workshops... og ég ætla að skipuleggja svoleiðis fyrir íslenskar kynsystur mínar hér í Stokkhólmi - nema hvað!!

3 ummæli:

Halldóra sagði...

Þetta er hrikalega sætt!!
:-).
Halldóra S.

Begga sagði...

Fyrirframskráðu mig á svona BabyCool námskeið ! Það lengsta sem ég hef komist í babycoolness er að endurvinna mjúku sængurverin okkar Ingó í að verða sængurver á stubbasængina hans Hilmis. Ekki nógu cool að mínu mati. Vil gera svona cool föt líka.
Hvar og hvenær ;)

Ragga sagði...

Hei
Góðar fréttir. Formaður vors kæra Íslendingafélags er all for it og við getum líklega haft námskeiðið hræódýrt. Þú ert hér með skráð. Ég held að seinnihluti janúar eller byrjun feb sé raunhæft.