miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Bleiki hnykillinn


Þennan risastóra bleika hnykil keypti ég á Symässan um daginn. Þetta er frekar fínt bómullargarn, eiginlega heklugarn. Svo fann ég nokkra afgangshnykla í passandi litum og ákvað að byrja á "einhverju". Prjónar nr 2.5 held ég og bara sléttprjón í hring. Svo hugsaði ég og hugsaði... og loks rann upp fyrir mér ljós. Þetta verður pils á Rúnu Lóu!! Æstir fylgismenn lesprjónsbloggsins fá að sjálfsögðu að fylgjast með framgangi mála.

Engin ummæli: