miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Sokkar á prjónum


Keypti þetta Opalgarn á symässan... svona sjálfmunstrandi. Ekkert smá gaman að prjóna úr þessu því það er svo spennandi að sjá hvernig litirnir koma út. Ég er að prjóna sokka á sjálfa mig - aldrei þessu vant eitthvað fyrir mig. Ég gerð samt smá villu sem glámskyggnir prjónendur sjá kannski á myndinni. Eftir hælstykkið gerði ég úrtökuna ofan á ristinni í staðinn fyrir á ilinni - kórvilla en dæmigerð fyrir prjónandi uppreisnarsegg eins og mig. Því þarf ég nú að rekja upp og endurúrtaka eða endurtaka úr. En það er nú alltílagi fyrir svona stóíska og þolinmóða konu.

Engin ummæli: