miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Prjónakona


Í dag var litla stelpan lasin heima með pabba sínum. Hann spurði hana hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór. Taldi svo upp ýmsar starfsgreinar (hjúkrunarkona, læknir ofl) sem henni eru hugleiknar um þessar mundir. Svo sat hún hugsi en sagði svo "ég ætla að verða prjónakona". Þetta bræddi nú alveg mömmuhjartað. Hún fær stundum að sitja í fanginu með hendurnar sínar á mínum þegar ég prjóna. Þannig að vonir standa til að tæknin osmósist inn í hana... amk hefur áhuginn gert það nú þegar.
Á myndinni er Rúna í lopapeysunni sem Slauga prjónaði fyrir Hlyn.

Engin ummæli: