miðvikudagur, 22. nóvember 2006

Biðukolla 1



Þessi loðna húfa er hekluð úr Mohair á grófa heklunál. Númer I... sko amerísk, veit ekki hvað það þýðir í millimetrum. Áðan bað Ásta mig um uppskriftina og hún er einhvern veginn svona: byrja efst, hekla hring og auka í slatta þar til hringur er orðinn sæmilega stór, hætta þá að auka og hekla áfram. Klára dokkuna og hekla svo kant í öðrum lit og blóm. Glöggir sjá kannski að þetta er fremur ónákvæm uppskrift... svoldið einsog eldamennskan mín. Kannski ætti ég að hemja mig og temja og fara að skrifa samviskusamlega lykkjufjölda eins og Halldóra Skarphéðinsdóttir vinkona mín og fyrirmynd í góðum siðum.

1 ummæli:

Halldóra sagði...

Æðislegar húfur !!!
Halldóra S.