sunnudagur, 12. nóvember 2006

Hnerr hnerr

Mohair geit verður ekki mitt næsta gæludýr. Ég er búin að sitja í kvöld og hekla sæta græna húfu á Rúnu og hef hnerrað hundraðogsjötíusinnum við verkið. En það er vel þess virði því húfan verður mjög sæt og loðin, svo eiga að vera á henni nokkur blóm og í það minnsta ein kind. Mynd bráðum. Keypti líka boli í dag til að bródera - fyrir hina árlegu HM endurgreiðslu... ég fékk 600 kall í innleggi enda búin að strauja meðlimskortið extra í hvert skipti sem gestir hafa farið offari í fatakaupum. Ég ætla að bródera Ísland í boli sem fara til Japan og Sörunafn í bolinn sem fer til Söru sætu í Dusseldorf. Var líka svo heppin að fá "sorríviðskiptumumnafn" innleggsnótu í Akademibokhandeln og festi kaup á prjónabók - trallalla. Hún heitir Stitch'n'bitch Nation og fjallar um mjög hipp og kúl grasrótarprjónaskap í Ameríku.

Engin ummæli: