laugardagur, 11. nóvember 2006

Barbie ávallt í tísku


Ég fór á brjálæðislega sauma- og prjónasýningu um daginn. Ég skoðaði kannski einn tíunda af básunum en það var alveg nóg til að fylla mig slíkri sköpunargleði að ég átti erfitt með svefn fyrir snilldarhugmyndum. Ég keypti smáveigis af garni, td risastóran hnykil með bleiku bómullargarni. Það fyrsta sem spratt fram úr þessum hnykli var þessi forláta sumarkjóll á Barbie. Á myndinni sést Barbie ljómandi ánægð með nýja kjólinn sinn en að sjálfsögðu alltaf elegant og afslöppuð.