fimmtudagur, 17. september 2009

Peysan Lóa

Peysan Lóa er einföld, ofurlétt og mjúk stelpupeysa prjónuð úr Nammi. Peysan passar á 5-6 ára og í hana fóru ekki nema um 70g af Nammi. Að sjálfsögðu er peysan prjónuð að ofan - enda finnst mér ótrúlega mikill munur að prjóna peysur þannig, fæ ekki nóg af því.
Lóa númer tvö er alveg að verða tilbúin, hún er prjónuð á sama hátt en er með aðeins öðruvísi útaukningum á laskastöðunum, lokaðri, en ekki opinni eins og á myndunum hér. Hún er aðeins stærri og hefur "púffkant" að neðan - eins og sést á ermunum hér... algjört krútt. Ég er að vinna í því að gefa út uppskriftina - hana verður innan skamms hægt að nálgast ókeypis í Nálinni og hér á síðunni. Uppskriftin verður í bæði barna og fulorðinsstærðum. Þið munið svo að heimsækja Nammið hér.

Engin ummæli: