miðvikudagur, 2. september 2009

Gerðuberg og leiðtogaprjón

Jæja þá er ég með fyrirlestur um prjón á netinu í Gerðubergi í kvöld. Þar verða mánaðarleg handverks- og menningarkvöld í vetur undir stjórn hinnar hæfileikaríku knipldrottningar Margrétar Valdimarsdóttur sem ég kynntist í eftirminnilegu húsmæðraorlofi í Textílsetrinu á Blönduósi í sumar. Í tilefni þess hef ég nú hrúgað hingað inn nýjum hlekkjum á skemmtilega netprjónastaði, sjá neðarlega á hægri spássíu. Á vafri mínu í undirbúningnum endurnýjaði ég kynni við microrevolt prjónapönkarana og ákvað að útbúa með hjálp síðunnar prjónamynstur fyrir þá sem hefur alltaf dreymt um að prjóna okkar ljósa leiðtoga, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er munstrið í sæmilegri stærð til að prenta út. Nú hlakka ég bara til að sjá göturnar fyllast af kátum prjónurum í jóhönnupeysum!!

Engin ummæli: