fimmtudagur, 17. september 2009

Jólin koma

Já, þau nálgast með ógnarhraða. Að minnsta kosti í heimi prjónara og annarra sem sem vilja helst gefa sínum nánustu heimagerðar jólagjafir. Hér er ein hugmynd. Ég keypti venjulegan ullarbol hjá Handprjónasambandinu og skreytti hann með svolitlu hekli. Þetta er svakalega sætt vesti og gæti gengið fyrir stelpur jafnt sem stráka.

2 ummæli:

a sagði...

Verð að fá að ausa yfir þig smá hóli! Var á námskeiði hjá þér Prjónatækni og Partýtrikk um daginn. Þetta námskeið er algerlega búið að opna fyrir mér nýjan heim ræð allt í einu við alls kyns hluti sem ég hefði aldrei lagt í áður. Verður ekki örugglega Prjónatækni & Partýtrikk II?

Ragga sagði...

Jiminn! En gaman að heyra. Frábært að þú treystir þér í meira nú en áður - það er einmitt tilgangurinn. Þekkingin í prjóni er ótrúlega frelsandi. Námskeiðið hefur verið ótrúlega vinsælt og greinilegt að margir tala vel um það. Það er full ástæða til að halda áfram með Prjónatækni & partítrikk II því ég á nóg í pokahorninu til að fylla svoleiðis námskeið. Þá miða ég við að þátttakendur séu búinir að taka námskeið númer 1 og geti byggt frekar ofan á þekkinguna. Ég geri ráð fyrir að byrja með framhaldsnámskeiðið eftir áramót.
Prjónaknús!!