föstudagur, 17. júlí 2009

Nammi komið út úr skápnum


Nammi er fyrsta garnlínan frá Reykyarnvik. Nammi er smám saman að koma út úr skápnum og er byrjað að breytast í undursamlegar flíkur hér og þar. Núna fæst Nammi í Nálinni og á Etsy. Reykyarnvik og Nammi eiga líka sitt eigið blogg - verið velkomin í heimsókn þangað - reyndar er það á ensku því Nammi langar svo út í heim að hitta allskonar prjónara. Á Ravelry er hægt að tengja Nammi við prjónaverkefni - munið eftir því. Litirnir breytast í hverri vinnutörn því nýjar og spennandi blöndur verða til jafnóðum. Svo er aldeilis gleðiefni að ég hef fengið litunaraðstöðu á leigu hjá Textílfélagi Ísland sem rekur Textílverkstæðið Korpu á Korpúlfsstöðum.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með þetta!! Gaman að fylgjast með!
Kveðja úr sveitinni
Berglind Haf

Begga sagði...

Dáist að framtakseminni í þér frú Ragga. Dá-ist.

Nafnlaus sagði...

Hurrrru, elskamía, var að velta fyrir mér hvort þú seldir eitthvað af afurðum þínum? Ég vildi frekar kaupa af þér en ýmsum öðrum ....
Lát mig vita!
:-) gaa

gaa sagði...

ps: gudnya@regis.is
og svo finnurðu mig auðvitað á fb

Hellen Sigurbjörg sagði...

Skemmtileg síða hjá þér! Gladdist yfir að sjá íslenska þýðingu á February, hef lengi verið að spá í að prjóna hana.

Nafnlaus sagði...

dugleg ertu Ragga. Gamann að fylgjast með því sem þú framkvæmir að alkunnri snilld. Beggu mamma.