fimmtudagur, 16. apríl 2009

"Stundum fer ég á fund"

Elsku litla stelpan mín hún Rúna Lóa tekur þátt í prjónaæði mömmunnar af fullum hug og hjarta. Henni finnst þetta allt voða spennandi og kann sannarlega að meta að ganga í heimaprjónuðum flíkum. Hún er að læra að puttaprjóna og fékk hjá mér himinbláa léttlopadokku til að æfa sig. Svo fann hún litla tösku til að nota fyrir puttaprjónatösku og sagði ábúðarfull "Stundum fer ég á puttaprjónafund". Tilkynning fylgdi á eftir um að hún hygðist taka myndir af puttaprjóninu til að setja í puttaprjónabókina sína. Ég er auðvitað að springa úr móðurstolti og sé fyrir mér mikinn snilling vera að stíga sín fyrstu prjónaskref. Yndislegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En gaman!!!! Eplið fellur sjaldan langt frá eykinni. En sonur minn 3 ára hann skoðar alltaf Lopa blöðin mjög vandlega hér á heimilinu! Þetta er bara gaman!
Kv
Berglind