þriðjudagur, 31. mars 2009

Kambgarnsgrifflur

Ég fékk mér Knitpro sokkaprjóna um daginn og endurfæddist til sokkaprjóns (eða prjóns í hring með 5 prjónum). Þvílíkur munur. Þessir prjónar eru úr birki, mjúkir og fallegir á litinn og hreinlega allt annað að prjóna með þeim. Gerði þessar sætu grifflur úr kambgarni. Sniðugt, hræódýrt garn og til í öllum mögulegum litum.

Engin ummæli: