þriðjudagur, 31. mars 2009

Golla á Rúnu

Gat ekki setið á mér eftir stórkostlegu uppgötvunina um að peysur á að prjóna frá hálsi og niður... Skil bara ekki að þetta sé ekki útbreiddari aðferð en raun ber vitni. Þessa gollu prjónaði ég á Rúnu Lóu úr Kauni garni sem skiptir litum á leiðinni. Ofursæt á ofursætri stelpu. Byrjaði á 66l, nokkrar garðaprjónsumferðir efst og svo setti ég merki á laskaaukningastaðina - 35% bak og fram og 15% ermar - sirka. Fitjað upp 3l undir handvegi. Stórkostlega einfalt og fallegt. Peysan er með garðaprjón á jöðrum en að öðru leyti slétt. Í stað þess að gera brugðið á röngunni píndi ég mig til að "bakka" eins og er hægt að sjá hér neðst á síðunni undir "knitting back". Svoldið sniðugt.

4 ummæli:

prjónakonan sagði...

Hreint svo dásamleg peysa, svo einföld og góð (vonandi uppskrift í næsta prjóniprjón :) )
bestu kveðjur
vmá

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega kemur peysan vel út! Elska þessa litasamsetningu. ÉG segi eins og prjónakonan, verður uppskrift í prjóni prjón 2??
KV.
Berglind haf

Ragga sagði...

Já við skulum bara gera ráð fyrir því að hún birtist í næstu bók!! Enda er ég orðin svo hamin núna að mér tekst að skrifa hlutina niður um leið og ég prjóna. Framför!

Nafnlaus sagði...

Nei, allt i einu er Hlynur maettur.Vá hvad thau eru ordin lik.
Jaeja hvenaer a ad koma till Sviarikis i heimsokn beib?
Knus Loa