fimmtudagur, 19. mars 2009

Fyrsta peysan sem ég prjóna á MIG


Já það er satt! Ég hef aldrei nennt að prjóna peysu á sjálfa mig... amk ekki peysu sem ég hef klárað og notað. En þessi uppskrift hennar Pam af Dömupeysu í febrúar (sjá að neðan) var svo djúsí að ég gat ekki haldið aftur af mér. Og hér er hún komin - reyndar löngu komin því ég kláraði hana að sjálfsögðu í febrúar - og nú þegar búið að nota hana mjög mikið. Garnið er grasgræn Shetlandsull frá BC (sem reyndar var þegar prjónað í hálfpeysu sem ég nennti aldrei að taka upp) og með henni tók ég kidmohair þráð í svoldið mosabrúnum lit. Prjónar númer fimm. Þeir sem þekkja uppskriftina vita að peysan er prjónuð ofanfrá, þ.e. fitjað upp á hálsmálið, og mér finnst það eina vitið í peysuprjóni. Maður hefur miklu betri yfirsýn yfir það sem er í gangi í prjóninu og getur mátað og látið peysuna passa svo miklu betur en með neðanfrá aðferðinni.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega flott hjá þér :) Ég stefni einmitt á að prófa þessa fljótlega, það er eins hjá mér, prjóna bara á börnin, aldrei á mig :)
Kveðja,
Þórunn

Nafnlaus sagði...

Flott peysa. Hlakka til að sjá hina... hjá þér!
Febrúar peysan er bara æði!
kv.
berlindhaf

Nafnlaus sagði...

Ertu að djóka Ragga! Hún er geggjuð.
Saknisakn
Lóa(i Sverige)

Nafnlaus sagði...

Er einmitt að spá í að prjóna þessa. Heldurðu að kambgarn sé kanski of fínt eða.......
fríða

Ragga sagði...

Held að kambgarn sé mjög fínt í hana. Var einmitt að spá í að gera eina litla þannig á stúlkuskottuna.
R

Nafnlaus sagði...

Sæl Ragnheiður. Mig langar svo að prjóna þessa peysu í upprunalegu baby-útgáfunni. Er sú uppskrift einhvers staðar fáanleg?
Kveðja
Gyða

Ragga sagði...

February baby sweater var gefin út í bókinni "Knitters almanac" eftir Elizabeth Zimmermann. Hún fæst á Amazon en er líka væntanleg í Nálina, Laugavegi 8. Frábær bók með ótrúlega góðum uppskriftum - ekki mjög girnileg fyrir augað en þegar byrjað er að prjóna verður hún algjört æði.